Upplifðu lúxus í miðbæ Akureyrar
Falleg lúxusíbúð sem er 142 fermetrar, með þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og þremur svölum. Splunkunýtt og staðsett í miðbæ Akureyrar. Hvalaskoðunarferðir og sundlaug eru innan 5 mínútna göngufjarlægðar, og allir bestu veitingastaðirnir, barirnir og kaffihús eru í nánd. Allt er innan göngufjarlægðar frá íbúðinni. Þú getur heimsótt ísbúðina í bakgarðinum, bakaríið á horninu, bókabúðina hinum megin við götuna, eða veitingastaðina sem eru innan við 20-200 metrum frá íbúðinni.
Menningarhúsið í Akureyri, tónlistarsalurinn, Lystigarður Akureyrar og frábæra sundlaugin eru í göngufæri. Aðal leigubílastöðin og bílastæði eru 140 metra í burtu. Frábærar náttúruperlur eru í stuttri akstursfjarlægð; við mælum með Mývatni, Dynjanda og Goðafoss, sem eru um það bil einnar klukkustundar akstur frá íbúðinni. Ef þú vilt slaka á eftir daginn, mælum við með einum af þremur náttúrulaugunum sem eru nálægt okkur: Mývatn náttúruleaug, Geo Sea og sú nálægasta þeim, sem er aðeins sex mínútum í burtu, eru Skógarböðin. Þú getur fundið rútuferðir þeirra á heimasíðum þeirra.
Þetta er einstök lúxusíbúð með öllum þægindum sem þú myndir vilja og síðast en ekki síst gerir staðsetningin þér kleift að kanna Akureyri gangandi. Njóttu þess að horfa á menningarhúsið, höfnina og fjöll Akureyrar rétt fyrir utan gluggann á þessari fallegu þakíbúð.
Akureyri er frábær staður til þess að njóta mikils af því sem Ísland hefur upp á að bjóða, eins og fossa, eldgosasvæða og gljúfra. Það eru einnig mikið af skemmtilegum athöfnum, til dæmis flúðasiglingar, gönguferðir, hellaskoðanir, hvalaskoðun og hestreiðar. Það er 18 holna golfvöllur og besta skíðasvæði landsins. Best af öllu er notkun borgarlestar alveg ókeypis.
Lýsing
- Þakíbúð á 4. hæð með lyftu.
- Hjónaherbergi með „king-size“ rúmi (180 cm) , einkabaðherbergi og sjónvarpi.
- Svefnherbergi með „king-size“ rúmi.
- Svefnherbergi með „queen-size“ rúmi (140 cm) og sjónvarpi.
- Plássmikið baðherbergi og þvotta hús (þvottavél/þurrkari).
- Strauborð með straujárni sem er staðsett í skápi á gangi.
- Eldhús með öllum nauðsynjum.
- Stór flatskjár í stofunni og þráðlaust net með góðum hraða innifalið.
- Íbúðin er glæný og einnig allt sem er í henni.

Við bjóðum ykkur velkomin í nútímalega heimilið okkar og óskum ykkur notalegrar dvalar í hjarta Akureyrar.